Töluverður sölu­þrýstingur var á hluta­bréfa­markaði í Frakk­landi í morgun eftir á­kvörðun Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta að slíta þingi og blása til kosninga.

Macron til­kynnti þings­litin í gær­kvöldi eftir stór­sigur Þjóð­fundarins (RN), stjórn­mála­flokks Marine Le Pen í Evrópu­þing­kosningunum um helgina. RN fékk 30 þing­sæti á meðan flokkur Macrons, BE, fékk 13 þing­sæti.

Ný­kjörinn leið­togi Þjóð­fundarins, Jordan Bar­della, skoraði á Macron að boða til þing­kosninga í ljósi úr­slitanna. Sagði hann skila­boð frönsku þjóðarinnar skýr og varð Macron við ósk hans.

Franska úr­vals­vísi­talan Cac 40 opnaði um 2,4% lægri í morgun sé miðað við dagsloka­gengi föstu­dagsins. Úr­vals­vísi­talan hefur fallið úr um 8.000 niður í 7850 stig.

Úr­vals­vísi­talan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar en hluta­bréf í frönsku bönkunum eru að hafa mikil á­hrif á vísi­töluna.

„Skjóta fyrst hugsa síðar stemming“

Hluta­bréfa­verð BNP Pari­bas hefur lækkað um 5,4% í við­skiptum dagsins, hluta­bréfa­verð Société Généra­le hefur lækkað um 8% á meðan gengi Crédit Agrico­le hefur lækkað um 4,5%

„Það var skjóta fyrst hugsa síðar stemming á mörkuðum í morgun,“ segir Emmanuel Cau, yfir­maður Evrópu­deildar Barcla­ys banka, í sam­tali við Financial Times.

Á­vöxtunar­krafa franskra ríkis­skulda­bréfa til 10 ára hækkaði um 0,08% og stendur í 3,18%. Krafan hefur ekki verið jafn há síðan í nóvember í fyrra.

Stuðningsmenn Þjóðfundarins (RN) voru vægast sagt ánægðir með ákvörðun Macrons að blása til kosninga.
© epa (epa)