F.Bergsson eignarhaldsfélag, í eigu Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, hagnaðist um 369 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 139 milljónir árið áður. Eignir félagsins námu 2.812 milljónum króna í árslok 2023 og eigið fé var 2.540 milljónir króna.

F.Bergsson eignarhaldsfélag, í eigu Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, hagnaðist um 369 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 139 milljónir árið áður. Eignir félagsins námu 2.812 milljónum króna í árslok 2023 og eigið fé var 2.540 milljónir króna.

Stærsta eign Frosta er 21% hlutur í Vekra, móðurfélagi Bílaumboðsins Öskju, sem var metinn á 1,2 milljarða króna í lok síðasta árs.

Frosti átti 632 milljóna krónahlut í skráðum félögum á Íslandi í árslok 2023. Þar af var 0,6% hlutur í Eik fasteignafélagi sem var 235 milljónir króna að markaðsvirði. Félagið átti einnig hlut í 22 erlendum félögum í lok síðasta árs sem voru samtals bókfærðir á 458 milljónir.