F. Bergsson eignarhaldsfélag, í eigu Frosta Bergssonar, eins stofnenda Opinna kerfa, skilaði 528 milljóna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 148 milljónir árið áður. Eignir félagsins námu 2.352 milljónum í árslok 2021 og eigið fé var ríflega 2 milljarðar.

Félagið á hlutabréf í átta skráðum félögum á Íslandi auk Controlant. Frosti á auk þess 20% hlut í Bílaumboðinu Öskju. Félagið átti einnig hlut í 22 erlendum félögum í lok síðasta árs sem voru samtals bókfærðir á 437 milljónir.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.