Uber hefur nú lent undir smásjá bandaríska viðskiptaráðsins (FTC) vegna áskriftarþjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Rannsóknin beinist gegn því hvort Uber sé að framfylgja lögum um að leyfa viðskiptavinum að segja upp áskrift.
Áskriftarþjónustan, Uber One, er með meira en 25 milljónir áskrifenda um allan heim og býður meðlimum upp á afslátt af ferðum og heimsendingum.
Viðskiptaráðið hefur ekki svarað fyrirspurnum BBC en talsmaður Uber segir að fyrirtækið muni halda áfram að vinna með yfirvöldum um þjónustu sína. FTC hefur þá haft samband við Uber með tillögu um að leysa rannsóknina.
Í síðasta mánuði tóku ný lög í gildi í Bandaríkjunum sem tengjast áskriftarþjónustu. Lögin, sem kallast Click to Cancel, kveða á um að það eigi að vera jafn auðvelt að segja upp áskrift og það er að kaupa hana.
Nýju reglugerðinni hefur þó verið mótmælt af fyrirtækjum en tæknirisar á borð við Adobe og Apple hafa einnig staðið frammi fyrir rannsóknum FTC vegna svipaðra mála.