FTSE 250 vísi­talan, sem mælir gengi 250 stærstu fyrir­tækja Bret­lands, lokaði 17.032 stigum í Kaup­höllinni í Lundúnum í dag. Vísi­talan tapaði 180 stigum og lækkaði um rúmt prósent sem færir árs­lækkun vísi­tölunnar í 11%.

Vísi­talan er oft talin betri mæli­kvarði á efna­hag Bret­lands en FTSE 100 þar sem fleiri meðal­stór fyrir­tæki eru í vísi­tölunni. Ef litið er fram hjá dýfu vísi­tölunnar í kringum kórónu­veirufar­aldurinn hefur hún ekki verið lægri í sjö ár.

Á sama tíma féll FTSE 100 um 97 stig í dag og lækkaði 1,3% í 7.402 stig. FTSE 100 vísi­talan hefur ekki átt verri viku síðan um miðjan ágúst en vísi­talan lækkaði um 2,5% þessa vikuna sem er fimmta mesta lækkun á árinu.

Bob Sava­ge, markaðssér­fræðingur hjá BNY Mellon, segir í sam­tali við við­skipta­blað The Guar­dian að fjöl­margir þættir höfðu á­hrif á gengi skráðra fé­laga í vikunni.

„Hætta á frekari vaxta­hækkunum í Banda­ríkjunum, ótti við Ísrael og Hamas-á­tökin, skortur á leið­toga í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, hærra olíu­verð, hærra gull­verð,“ nefnir Sava­ge.

Námu­vinnslu­fyrir­tækið Anglo American leiddi lækkanir meðal FTSE 100 fyrir­tækja og fór gengið niður um 4,2%.