Fulltrúar Íslands eru mættir á ráðstefnuna Fræ framtíðarinnar (e. Seeds for the Future) í Róm á Ítalíu. Viðburðurinn er sambland af ráðstefnu og keppni sem er styrkt af fjarskiptafyrirtækinu Huawei.

Viðburðurinn hefur farið fram árlega síðan 2021 og geta sigurvegarar í ár átt von á ferð til Kína þar sem tvær hugmyndir frá hverri heimsálfu munu keppa á vettvangi nýsköpunar og hugmyndasmíði.

Fulltrúar Íslands eru mættir á ráðstefnuna Fræ framtíðarinnar (e. Seeds for the Future) í Róm á Ítalíu. Viðburðurinn er sambland af ráðstefnu og keppni sem er styrkt af fjarskiptafyrirtækinu Huawei.

Viðburðurinn hefur farið fram árlega síðan 2021 og geta sigurvegarar í ár átt von á ferð til Kína þar sem tvær hugmyndir frá hverri heimsálfu munu keppa á vettvangi nýsköpunar og hugmyndasmíði.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins er staddur í Róm ásamt íslenska teyminu en þar á ferð eru þau Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Stefan Erlendur Ívarsson, Róbert Orri Stefánsson og Sæmundur Árnason.

Kynningardagur ráðstefnunnar fór fram á mánudaginn þar sem íslenska liðið bauð þátttakendum upp á harðfisk, brennivín og íslenskt súkkulaði. Þau fengu einnig tækifæri á að kynnast öðrum námsmönnum frá 25 ríkjum innan Evrópu.

Guðrún Ísabella kynnir áhorfendum fyrir framlagi Íslands á ráðstefnunni.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Íslenska liðið samanstendur af bæði mennta- og háskólanemum og segjast þau mjög spennt fyrir ráðstefnunni. Fulltrúar Íslands eru einnig í samstarfi við námsmannateymi Austurríkis en ein af kröfum keppninnar er að hvert teymi skuli hafa fimm fulltrúa. Ísland og Austurríki eru hins vegar bæði með fjóra meðlimi og var því ákveðið að sameina löndin.

Tilgangur viðburðarins er að skapa færni fyrir framtíðina og á sama tíma skapa leiðtogahæfileika innan tæknigeirans. Hugmyndasmíð keppenda samræmist tækniþörfum samtímans hverju sinni og segjast fulltrúar Íslands spenntir fyrir keppninni sem lýkur á föstudaginn kemur.