Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að heimila dótturfélaginu Ljósleiðaranum að ganga frá 3 milljarða króna kaupsamningi um kaup á stofnneti Sýnar óvenjulega. Samningurinn feli í sér að Ljósleiðarinn fari í útrás um land allt í stað þess að sinna Suðvesturlandi, sem er skilgreint starfsvæði samkvæmt eigendastefnu OR. Þetta kemur fram í bókun sem Kjartan lagði fram í borgarráði í dag.

Ljósleiðarinn og Sýn tilkynntu í byrjun september um samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála samninga um kaupin umræddu sem og þjónustusamningi á milli aðilanna til tíu ára. Meirihluti stjórnar OR heimilaði í gær stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningnum.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að heimila dótturfélaginu Ljósleiðaranum að ganga frá 3 milljarða króna kaupsamningi um kaup á stofnneti Sýnar óvenjulega. Samningurinn feli í sér að Ljósleiðarinn fari í útrás um land allt í stað þess að sinna Suðvesturlandi, sem er skilgreint starfsvæði samkvæmt eigendastefnu OR. Þetta kemur fram í bókun sem Kjartan lagði fram í borgarráði í dag.

Ljósleiðarinn og Sýn tilkynntu í byrjun september um samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála samninga um kaupin umræddu sem og þjónustusamningi á milli aðilanna til tíu ára. Meirihluti stjórnar OR heimilaði í gær stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningnum.

Ljósleiðarinn hefur aflétt fyrirvörum um áreiðanleikakönnun og fjármögnun vegna kaupanna og félögin tvö hafa ákveðið að framlengja gildistíma einkaviðræðna til þriðjudags, 20. desember, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.

Mikilsháttar ákvarðanir fari fyrir borgarráð

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að vísa ákvörðuninni um samninginn til borgarráðs var felld. Kjartan segir að málið hafi verið knúið í gegnum stjórn OR á óeðlilegum hraða þrátt fyrir skort á rekstrarupplýsingum, þar á meðal þjónustusamningi Ljósleiðarans við Sýn, sem eðlilegt sé að rýna við töku slíkra ákvarðana.

„Þar sem umrædd ákvörðun er mikilsháttar og um margra milljarða kaup og fjárfestingu að ræða utan þjónustusvæðis OR, ber að leggja hana fyrir borgarráð til samþykktar samkvæmt áðurnefndri eigendastefnu,“ segir í bókun Kjartans. Hann segir jafnframt að í eigendastefnu borgarinnar gagnvart félögum í B-hluta skuli leggja mál sem eru óvenjuleg eða mikils háttar fyrir borgarráð til samþykktar.

„Borgarstjórnarmeirihlutinn kýs að samþykkja ákvörðun, sem brýtur gegn báðum þessum eigendastefnum. Tilgangurinn með svo óvandaðri málsmeðferð er augljóslega sá að firra borgarstjóra ábyrgð á málinu en varpa henni þess í stað á stjórn OR eftir því sem kostur er.“

Áhættufjárfestingar á landsbyggðinni

Kjartan segir að með ákvörðun stjórnar OR sé veitt heimild til stóraukinnar skuldsetningar Ljósleiðarans með töku yfirdráttarláns á háum vöxtum. „Slík viðbótarskuldsetning er þvert á nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkur.“

Ákvörðun um að ráðast í „víðtækar áhættufjárfestingar“ á landsbyggðinni sé ekki síst undarleg í ljósi þess að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í síðustu viku sögðust borgarstjóri og aðrir fulltrúar meirihlutans vera nauðbeygðir til að hagræða og spara í grunnþjónustu svo unnt væri að ná fram eins milljarðs hagræðingu í rekstri borgarinnar.

„Vegna mjög erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar er sérstök ástæða til að sýna sérstaka varfærni varðandi frekari skuldsetningu stærsta borgarfyrirtækisins. Það er því í meira lagi hæpið að Orkuveitan sé nú að breyta skilmálum á lánum sínum í því skyni að rýmka til fyrir frekari skuldsetningu Ljósleiðarans innan OR-samstæðunnar,“ segir Kjartan.