Samfylkingin myndi fá flest atkvæði ef kosið yrði til Alþingis í dag samkvæmt skoðanakönnun Maskínu.

Samkvæmt fylgistölum eftir stjórnarslit, 15.-18. október, myndi Samfylkingin fá 14 sæti, Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 8, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 og fengju Píratar, VB og Sósíalistar þrjú sæti hvor.

© Skjáskot (Skjáskot)

Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi en þar á eftir er Miðflokkurinn með 17,7%. Sjálfstæðismenn fá 14,1%, Viðreisn 13,4% og Framsókn situr með 8%.

Könnunin fór fram dagana 2. til 18. október og svöruðu alls 1.772 þátttakendur.