Bótamál EC-Clear ehf., félag fyrrverandi eigenda Kortaþjónustunnar, gegn Íslandsbanka, Landsbankanum, Arion banka, Valitor og SaltPay vegna samkeppnislagabrota á árunum 2003 til 2013 verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt nýjum úrskurði Landsréttar.

Bótamálið er nú höfðað í sjötta sinn en fyrri málshöfðunum var vísað frá Héraðsdómi vegna óskýrleika í málatilbúnaði stefnenda. Hérðasdómur komst að því í september í fyrra að vísa ætti nýjustu stefnunni frá en Landsréttur hefur nú snúið þeirri ákvörðun og vísað málinu til efnismeðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrirtækin gerðu dómssátt við Kortaþjónustuna árið 2015 vegna viðurkenningar fyrirtækjanna á samkeppnislagabrotum árið 2008 og greiddu Kortaþjónustunni 250 milljónir króna í bætur.

EC-Clear ehf. er í eigu Gunnas Más Gunnarssonar og Jóhannesar Inga Kolbeinssonar.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.