Bandarísk yfirvöld hafa skipað rafmyntafyrirtækinu MineOne Partners að selja landsvæði sitt sem það notar fyrir rafmyntagröft í Wyoming-ríki. Fyrirtækið er í eigu Kínverja og hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegri njósnastarfsemi.

Fyrirtækið hefur fengið 120 daga til að selja jörðina sem liggur í rúmlega kílómetra fjarlægð frá flugherstöð þar sem kjarnorkueldflaugar eru geymdar.

Bandarísk yfirvöld hafa skipað rafmyntafyrirtækinu MineOne Partners að selja landsvæði sitt sem það notar fyrir rafmyntagröft í Wyoming-ríki. Fyrirtækið er í eigu Kínverja og hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegri njósnastarfsemi.

Fyrirtækið hefur fengið 120 daga til að selja jörðina sem liggur í rúmlega kílómetra fjarlægð frá flugherstöð þar sem kjarnorkueldflaugar eru geymdar.

„Nálægð fasteigna í eigu erlendra aðila við slíka eldflaugastöð og tilvist sérhæfðs og erlends búnaðar sem hugsanlega getur auðvelda eftirlit og njósnastarfsemi skarpar þjóðaröryggishættu,“ segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

Francis E. Warren-flugherstöðin í Wyoming hýsir Minuteman III kjarnorkueldflaugar Bandaríkjahers en þær geta hæft skotmörk á milli heimsálfa. MineOne keypti landsvæði nálægt herstöðinni árið 2022 og setti síðar upp búnað fyrir rafmyntagröft.

CFIUS-nefnd bandarísku ríkisstjórnarinnar (e. The Committee on Foreign Investment in the US) var ekki tilkynnt um kaupin af fyrirtækinu að sögn yfirvalda, heldur barst ábending frá almennum borgara.