Sig­ríður Margrét Odds­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins og Ragnar Árna­son for­stöðu­maður vinnu­markaðs­sviðs SA, skrifa sam­eigin­lega grein um Kvenna­frí­daginn á vef SA í dag.

Þar kemur fram að SA styðji við bar­áttuna gegn mis­munun og of­beldi og mikil­vægi þess að stöðugt sé minnt á skyldur at­vinnu­lífsins og allra í sam­fé­laginu.

„At­vinnu­lífið ber ó­tví­ræðan hag af því að allt starfs­fólk fái notið eigin verð­leika og hafi jöfn tæki­færi til launa, starfa og starfs­þróunar óháð kyn­ferði.“

Boðað hefur verið til heils dags verk­falls kvenna og kvára 24. októ­ber næst­komandi til að mót­mæla kyn­bundnu of­beldi og mati á virði kvenna­starfa.

Launamunur kynja fer lækkandi

„Haft hefur verið eftir for­manni BSRB að til­gangurinn með verk­fallinu sé „að valda usla“. Fyrir­tækin, sem leggja í sinni starf­semi á­herslu á jafn­rétti og jafn­ræði, og vilja greiða leið þeirra sem vilja taka þátt í dag­skrá kvenna­frí­dagsins spyrja eðli­lega af hverju það er sjálf­stætt mark­mið skipu­leggj­enda að valda at­vinnu­lífinu sem mestu tjóni þennan dag,“ skrifa Sig­ríður og Ragnar.

Í grein þeirra er greint frá því að Ís­land hafi verið í efsta sæti á lista Al­þjóða­efna­hags­ráðsins yfir jafn­rétti kynjanna fjór­tán ár í röð. Listinn byggir á niður­stöðum skýrslunnar Global Gender Gap Report 2023. Þar er borin saman staða jafn­réttis­mála í 146 löndum þegar kemur að stjórn­málum, at­vinnu, menntun og heil­brigði.

„Leið­réttur launa­munur kynjanna var 4,1% árið 2020, líkt og fram kemur í greinar­gerð Hag­stofunnar sem kom út haustið 2021. Kyn­bundin skipting í störf og at­vinnu­greinar skýrir að miklu leyti þann launa­mun sem enn er til staðar. Leið­réttur launa­munur lækkaði úr 6,4% í 4,1% milli áranna 2008 og 2020. Ó­leið­réttur launa­munur kynjanna lækkaði á árunum 2008-2022 úr 20,5% í 9,1%.

„Hag­stofan reiknar þá meðal­tíma­kaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mis­munurinn telst vera ó­leið­réttur launa­munur. Hluti þessa launa­munar liggur í því að karlar vinna mun meiri yfir­vinnu en konur, sem hækkar meðal­tíma­kaup þeirra.“

Að mati Sig­ríðar og Ragnars geta aðilar vinnu­markaðsins haft á­hrif hér.

„Það er sjálf­sagt að um­bunað sé sér­stak­lega fyrir yfir­vinnu, en hlut­fall yfir­vinnu­greiðslna á al­mennum vinnu­markaði í heildar­launum nam 18% á Ís­landi árið 2017 en var á sama tíma­bili 2-6% í Dan­mörku, Noregi og Sví­þjóð. Til þess að stíga skref í átt að launa­jöfnuði er nauð­syn­legt að draga úr vægi yfir­vinnu­greiðslna í heildar­launum. Það mun koma konum á vinnu­markaði sér­stak­lega til góða.“

„Til að ná því mark­miði er ó­hjá­kvæmi­legt að endur­skoða á­lags­tíma­bil og á­lags­greiðslur kjara­samninga fyrir vinnu utan dag­vinnu­tíma­bils. Sam­tök at­vinnu­lífsins eru til­búin að taka þátt í sam­tali allra aðila á vinnu­markaði, al­mennra og opin­berra at­vinnu­rek­enda og stéttar­fé­laga, til að vinna að því mark­miði.“

„Vegna mót­mæla á kvenna­frí­daginn 24. októ­ber er mikil­vægt að konur og kvár, sem hyggjast taka þátt, óski með góðum fyrir­vara eftir sam­tali við sinn at­vinnu­rekanda um með hvaða hætti best er að koma við fjar­vistum þennan dag ef þess er nokkur kostur en að­stæður í fyrir­tækjum eru jafn mis­jafnar og þau eru mörg. Engin skylda hvílir á at­vinnu­rek­endum sem á­kveða um­fram skyldu að veita leyfi frá störfum að greiða laun í fjar­vistum sem þessum,“ skrifa þau að lokum.