Alþjóðleg fyrirtæki sem hafa neyðst til að selja eða loka starfsemi sinni í Rússlandi hafa niðurfært gríðarlega fjármunum í bókum sínum það sem af er ári.

Samkvæmt samantekt Wall Street Journal hafa tæplega 50 stór alþjóðleg fyrirtæki niðurfært 59 milljarða Bandaríkjadala nú þegar, um 7.500 milljarða króna. Útlit er fyrir mun meiri niðurfærslum.

Mörg fyrirtækjanna gera sér vonir um að geta hafið viðskipti aftur í Rússlandi aftur að loknu stríðinu í Úkraínu. Stjórnendur þeirra eru fæstir stóryrtir um ástand mála og vilja síður tjá um skaðann sem þeir verða fyrir.

Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hins vegar gert þá kröfu til skráðra félaga að þau upplýsi með glöggvum hætti hversu mikið tap eða niðurfærsla er vegna Rússlands.

Í opnuðu allir McDonalds staðir í Moskvu undir nýjum merkjum. Stjórnendur McDonalds er vartkátari en konan á myndinni.
Í opnuðu allir McDonalds staðir í Moskvu undir nýjum merkjum. Stjórnendur McDonalds er vartkátari en konan á myndinni.
© epa (epa)

Stjórnendur skyndibitakeðjunnar McDonalds telja að þeir þurfi að færa til gjalda 1,2-1,4 milljarða dala, yfir 150 milljarða króna, eftir að hafa fallist á að selja alla veitingastaði sína í Rússlandi. Kaupandinn Govor rak áður 25 veitingastaði undir nafni McDonalds í Síberíu.

Þótt tapið sé gríðarlega mikið þá námu tekjur McDonalds í Rússlandi og Úkraínu aðeins um 3% af tekjum síðasta árs.

Olíufélagið Exxon gjaldfærði 3,4 milljarða dala, 425 milljarða króna, eftir að hafa stöðvað olíu og gasverkefni í austurhluta Rússland.

Anheuser-Busch, framleiðandi Budweiser, gjaldfærði 1,1 milljarð dala, 140 milljarða króna, eftir sölu á hlut sínum í framleiðslu í Rússlandi.

Breska olíufélagið BP bókaði 25,5 milljarða dala, 3.250 milljarða króna, varúðarfærslu vegna eignarhalds í Rússlandi. Þar af voru rúmur helmingur, eða 13,5 milljarðar dala, vegna rússneska olíufélagsins Rosnef. Félagið hefur ekki tilkynnt hvaða áform það hefur með eignir sínar í Rússlandi.

Sýningarsvæði Lödu á bílasýningunni í Moskvu.
Sýningarsvæði Lödu á bílasýningunni í Moskvu.
© epa (epa)

Franski bílaframleiðandinn Renault er sagður hafa selt 68% hlut sinn í Lada verksmiðjununum, AvtoVAZ, fyrir eina rúbblu. Félagið segist hafa tapað 2,2 milljörðum evra, rúmlega 300 milljörðum króna, á sölunni. Rússland var næst stærsti markaður Renault fyrir innrás Rússa í Úkraínu.