Evrópusambandið segir að fyrirtækin sem stóðu á bak við tilraunir við að bjarga brennandi olíuflutningaskipi í Rauðahafinu hafi ákveðið að hætta við þar sem ástandið þyki ekki lengur öruggt.
Skipið MV Sounion, sem er í eigu Grikkja og var að sigla með um milljón tunna af hráolíu, var yfirgefið af áhöfn sinni eftir að skipið varð fyrir árás frá Hútum þann 21. ágúst sl.
Evrópusambandið segir að fyrirtækin sem stóðu á bak við tilraunir við að bjarga brennandi olíuflutningaskipi í Rauðahafinu hafi ákveðið að hætta við þar sem ástandið þyki ekki lengur öruggt.
Skipið MV Sounion, sem er í eigu Grikkja og var að sigla með um milljón tunna af hráolíu, var yfirgefið af áhöfn sinni eftir að skipið varð fyrir árás frá Hútum þann 21. ágúst sl.
Síðasta miðvikudag sögðust Hútar að þeir myndu veita leyfi til að draga skipið í burtu til að forðast umhverfisslys. Sendinefnd ESB greindi frá því fyrir tveimur dögum síðan að eldar væru enn logandi á skipinu.
Bandarísk yfirvöld hafa varað við því að leki frá skipinu gæti orðið næstum fjórfalt meiri en Exxon Valdez-slysið árið 1989 þegar 2.100 km löng strandlengja var menguð af olíu undan Alaska.
Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa ítrekað ráðist á skip í Rauðahafinu og Adenflóa síðan í nóvember en þeir segjast vera að styðja Palestínumenn í stríðinu á Gasasvæðinu. Þeir halda því ranglega fram að aðeins sé ráðist á bandarísk, bresk og ísraelsk skip.