Japanski stál­risinn Nippon Steel hefur ráðið Mike Pompeo, fyrrum utan­ríkis­ráð­herra í ríkis­stjórn Donalds Trumps, sem mála­fylgju­mann til að þrýsta á yfir­völd vestan­hafs að sam­þykkja yfir­töku­til­boð fé­lagsins í U.S. Steel.

J.P. Morgan og Andrew Car­negi­e stofnuðu US steel fyrir 122 árum og var það eitt sinn verð­mætasta fyrir­tæki heims.

Í desember í fyrra lagði japanska fyrir­tækið fram 14,9 milljarða dala til­boð, sem sam­svarar meira en 2000 milljörðum ís­lenskra króna, í allt hluta­fé U.S. Steel.

Nippon er að greiða um 55% meira fyrir hvern hlut en dagsloka­gengi U.S. Steel 11. águst í fyrra þegar sölu­ferlið hófst.

Japanski stál­risinn Nippon Steel hefur ráðið Mike Pompeo, fyrrum utan­ríkis­ráð­herra í ríkis­stjórn Donalds Trumps, sem mála­fylgju­mann til að þrýsta á yfir­völd vestan­hafs að sam­þykkja yfir­töku­til­boð fé­lagsins í U.S. Steel.

J.P. Morgan og Andrew Car­negi­e stofnuðu US steel fyrir 122 árum og var það eitt sinn verð­mætasta fyrir­tæki heims.

Í desember í fyrra lagði japanska fyrir­tækið fram 14,9 milljarða dala til­boð, sem sam­svarar meira en 2000 milljörðum ís­lenskra króna, í allt hluta­fé U.S. Steel.

Nippon er að greiða um 55% meira fyrir hvern hlut en dagsloka­gengi U.S. Steel 11. águst í fyrra þegar sölu­ferlið hófst.

Í apríl á þessu ári sam­þykktu 98% hlut­hafa fé­lagsins yfir­töku­til­boðið en salan hefur orðið að pólitísku hita­máli og hlotið gagn­rýni frá bæði demó­krötum og repúbli­könum.

Stéttar­fé­lag starfs­manna í stál­iðnaðinum hefur einnig harð­lega gagn­rýnt kaupin en dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna er með söluna til skoðunar vegna meintra brota á sam­keppnis­lögum.

Af þeim sökum hafa Japanarnir á­kveðið að leita til Pompeo, sem var meðal ræðu­manna á lands­fundi Repúblikana um helgina er flokks­menn til­nefndu Donald Trump sem for­seta­efni flokksins.

„Sem fyrrverandi utan­ríkis­ráð­herra, for­stjóri leyni­þjónustu Banda­ríkjanna og þing­maður hefur Mike Pompeo öðlast virðingu meðal beggja flokka Banda­ríkjanna. Þekking hans á al­þjóða­stjórn­málum og öryggis­ógnum Banda­ríkjanna á sér enga hlið­stæðu,” segir í til­kynningu frá Nippon Steel í dag.

„Við hlökkum til að vinna með honum til að halda á­fram að sýna fram á að yfir­takan á U.S. Steel styrkir efna­hag og þjóðar­öryggi Banda­ríkjanna,” segir þar enn fremur.