Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fékk greiddar sextán milljónir króna í greiðslur frá Seðlabankanum í fyrra. Eiríkur Guðnason, sem einnig var bankastjóri Seðlabankans, fékk 23,5 milljónir króna. Báðir létu þeir af störfum 26. febrúar 2009 eftir að störf þeirra voru lögð niður með nýjum lögum um Seðlabankann frá Alþingi.

Samkvæmt frétt mbl.is frá febrúar 2009 átti Eiríkur rétt á tólf mánaða biðlaunum en Davíð 6 mánaða biðlaunum. Sé tekið mið af því átti Davíð rétt á launum til loka ágúst 2009 en Eiríkur til loka febrúar síðastliðinn.

Tekið var fram í umræðunni að Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar úr embætti seðlabankastjóra að kvöldi 7. febrúar, hafi afþakkað að ganga til viðræðna um starfslokagreiðslur. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans þáði Ingimundur tæplega 19 milljónir króna í greiðslur á síðasta ári.

Norðmaðurinn Svein Harald Øygard var settur tímabundið í seðlabankastólinn 27. febrúar 2009. Hann gegndi starfinu til 20. ágúst þegar Már Guðmundsson tók við.  Þáði Norðmaðurinn að meðaltali 2,6 milljónir á mánuði fyrir störf sín.

Heildargreiðslur til bankastjónar í milljónum króna:

Bankastjórar                                                                                              2009              2008

  • Davíð Oddsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .             16,1              25,3
  • Eiríkur Guðnason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .             23,5              19,8
  • Ingimundur Friðriksson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .              18,7              19,7
  • Svein Harald Øygard . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .                15,5
  • Már Guðmundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .              7,4