Stephen Mead, fyrrum stjórnandi Ticketmaster, hefur verið dæmdur fyrir stuld á upplýsingum sem hann fékk með því að brjótast inn í tölvukerfi samkeppnisfyrirtækis.
Mead mun hafa stolið viðkvæmum gögnum frá CrowdSurge, fyrirtæki sem hann starfaði fyrir milli 2013 og 2015. Dómsmálaráðuneytið í New York segir að aðgerðir hans hafi átt beinan þátt í falli fyrirtækisins.
Stephen Mead, fyrrum stjórnandi Ticketmaster, hefur verið dæmdur fyrir stuld á upplýsingum sem hann fékk með því að brjótast inn í tölvukerfi samkeppnisfyrirtækis.
Mead mun hafa stolið viðkvæmum gögnum frá CrowdSurge, fyrirtæki sem hann starfaði fyrir milli 2013 og 2015. Dómsmálaráðuneytið í New York segir að aðgerðir hans hafi átt beinan þátt í falli fyrirtækisins.
Samkvæmt BBC játaði Mead sig sekan í júní en hann hefur nú verið dæmdur til að greiða 67.970 dali og hefur sömuleiðis verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samkvæmt dómsskjölum var Mead beðinn af stjórnendum Ticketmaster um að deila upplýsingunum.
Þá hefur Mead verið dæmdur til að endurgreiða upphæðina sem hann fékk þegar hann yfirgaf CrowdSurge, sem og launahækkunina sem hann fékk í kjölfarið frá Ticketmaster.
CrowdSurge var vefsíða þar sem listamenn gátu selt aðdáendum miða í forsölu og var í samkeppni við Ticketmaster. Höfuðstöðvar CrowdSurge voru í London og átti einnig skrifstofu í New York. Dómskjöl segja að fyrirtækið hafi verið metið á meira en 100 milljónir dala.