Barney Frank fyrrum fulltrúadeildarþingmaður Demókrata situr í stjórn hins fallna banka Signature Bank. Gjaldþrot bankans er þriðja stærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna.
Frank er þekktastur fyrir að hafa lagt fram lagafrumvarp í bandaríska þinginu, ásamt flokksbróður sínum Chris Dodd, sem átti að draga verulega úr líkunum á því að fjárkreppa líkt og tók hús á heiminum árið 2008 myndi aftur skella á Bandaríkjunum.
Dodd-Frank lögin, sem tóku gildi árið 2010, voru mesta breyting á lögum um fjármálastarfsemi síðan Glass-Steagall lögin (1933 Banking Act) voru sett árið 1933 í kjölfar kreppunnar miklu.
Frank ræddi við Capitol Hill árið 2011 um Dodd-Frank lögin.
"Ég held að við séum með mjög gott skipulag til staðar sem mun draga úr líkum á öðru hruni af völdum fjárhagslegs ábyrgðarleysis.“
„Á heildina litið er ég mjög ánægður með hvernig þetta gekk."
Hann sagði einnig sagði einnig að Dodd-Frank væri „augljóslega það besta sem við höfum gert í sögu landsins til að vernda neytendur og fjárfesta gegn misnotkun.“
Þriðja stærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna
Bandarísk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem innistæðueigendum var lofað fullar heimtur á sínum fjármunum. Í gærmorgun sagði Janet Yellen fjármálaráðherra að stjórnvöld ætluðu ekki að skipta sér af gjaldþroti Silicon Valley bankans, sem féll á föstudag.
Signature bankinn, sem var með aðsetur í New York, hafði lengi sérhæft sig í að veita lögmannsstofum bankaþjónustu.
Hann var orðinn einn helsti bankinn í Bandaríkjunum sem átti í viðskiptum með rafmyntir. Rétt eins og Silcion Valley bankinn.