Dóms­málaráðu­neytið aug­lýsti um miðjan nóvember tvö em­bætti héraðs­dómara laus til um­sóknar.

Annars vegar er um að ræða em­bætti dómara með fyrsta starfs­vett­vang við Héraðs­dóm Reykja­ness sem skipað verður í frá og með 13. mars 2025.

Hins vegar er um að ræða setningu dómara með fyrsta starfs­vett­vang við Héraðs­dóm Reykja­víkur.

At­hygli vekur að tveir þing­menn, Arndís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Pírata, og Brynjar Níels­son, fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, eru meðal um­sækj­enda.

Um­sóknar­frestur rann út þann 2. desember síðastliðinn og sóttu fjórir um stöðuna:

Arndís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir lög­maður (bæði em­bættin), Brynjar Níels­son lög­maður (ein­göngu um setningu), Jónas Þór Guð­munds­son lög­maður (ein­göngu um skipun), Sindri M. Stephen­sen dó­sent og settur héraðs­dómari (bæði em­bættin).