Tveir fyrrverandi bankastjórar Íslandsbanka voru meðal kaupenda í útboði ríkisins á 45% hlut í Íslandsbanka sem fór fram í mánuðinum.

Birna Einarsdóttir, sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka eftir að hafa gengt stöðunni frá árinu 2008, keypti hlutabréf í bankanum fyrir 1,5 milljónir króna í útboðinu.

Bjarni Ármannsson, sem tók við sem bankastjóri Íslandsbanka við sameiningu bankans við FBA og gegndi stöðunni til ársins 2007 þegar bankinn hét Glitnir, tók þátt í útboðinu tók þátt í útboðinu fyrir 20 milljónir króna.

Finnur Árnason, sem var stjórnarformaður Íslandsbanka á árunum 2022-2023, tók þátt fyrir eina milljón króna. Ari Daníelsson, sem sat í stjórn Íslandsbanka á sama tímabili, tók þátt í útboðinu fyrir 10 milljónir. Ari starfar í dag sem forstjóri Skyggnis, móðurfélags Origo.