Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur kært McDonald‘s og fyrrverandi forstjóra skyndibitakeðjunnar, Steve Easterbrook.

Snýr kæran að því hvernig staðið var að upplýsingagjöf um uppsögn hans árið 2019 eftir að hann átti í ástarsambandi við starfsmann.

Easterbrook ber að greiða 400 þúsund dali, eða sem nemur 58 milljónum króna, í stjórnvaldssekt, samkvæmt tilkynningu SEC. Hann hefur auk þess fallist á taka ekki við stjórnar- eða stjórnendastöðu næstu fimm árin.