Geimferðafyrirtæki Jeff Bezos, Blue Origin, sendi sína fyrstu geimflaug út í geim klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Eldflauginni, New Glenn, var skotið á loft frá Cape Canaveral-geimherstöðinni í Flórída.

Með geimskotinu er ákveðið kapphlaup hafið milli tveggja af ríkustu mönnum heims, Jeff Bezos og Elon Musk, eiganda Space X.

Musk óskaði Bezos til hamingju með árangurinn á samfélagsmiðlinum sínum, X, og sagði forstjóri Blue Origin, Dave Limp, að hann væri ótrúlega stoltur með geimskotið. „Við munum læra mikið af deginum í dag og reynum svo aftur næsta vor,“ bætti hann við.

Starfsmenn Blue Origin höfðu safnast saman ásamt miklum mannfjölda við Canaveral-höfða og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hin 98 metra háa eldflaug var skotin í loft.