Hugmyndin að vörumerkinu Vecct á sér rætur að rekja til ítölsku borgarinnar Mílanó en þar starfaði Íslendingurinn Guðmundur Magnússon sem fatahönnuður. Á þeim tíma fór hann einnig að fá mikinn áhuga á hlaupi.

Guðmundur hafði þá unnið við að hanna föt í samræmi við hinn faglega ítalska stíl en vildi fá að breyta aðeins til og finna leið til að sameina bæði tískukunnáttu sína og eins nýja áhugamálinu.

Hugmyndin að vörumerkinu Vecct á sér rætur að rekja til ítölsku borgarinnar Mílanó en þar starfaði Íslendingurinn Guðmundur Magnússon sem fatahönnuður. Á þeim tíma fór hann einnig að fá mikinn áhuga á hlaupi.

Guðmundur hafði þá unnið við að hanna föt í samræmi við hinn faglega ítalska stíl en vildi fá að breyta aðeins til og finna leið til að sameina bæði tískukunnáttu sína og eins nýja áhugamálinu.

„Ég var svo heima á Íslandi í sumarfríi á síðasta ári og þá kom upp þessi hugmynd hjá mér. Ég hafði þá samband við vin minn Jóhann Inga Skúlason og við fengum svo grafíska hönnuðinn, hann Aron Guan, með okkur í lið.“

Félagarnir hafa síðan þá unnið hörðum höndum að hönnun vörumerkisins og framleiðslu. Áhersla var lögð á að fara varlega í ferlinu þar sem um væri að ræða hágæðafatnað og vildu félagarnir aðeins gefa út vörur sem þeir gætu staðið á bak við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.