Helga Sigrún Hermannsdóttir, eigandi snyrtivörufyrirtækisins Dóttir Skin, segist skilja vel hvers vegna Íslendingar hafi í gegnum tíðina ekki haft mikla ástæðu til að framleiða eigin sólarvörn.
Flestallir Íslendingar nota engu að síður sólarvörn, þrátt fyrir íslenskt veðurfar, og fyrir fólk sem er með viðkvæma húð geta mismunandi tegundir sólarvarna skipt miklu máli.
Áhugi Helgu á húð- og snyrtivörum hófst vegna eigin húðvandamála sem hún hafði lengi glímt við og vildi finna lausn á. Árið 2018, eftir fyrsta ár hennar í BA-námi í efnaverkfræði, byrjaði hún sjálf að kafa ofan í snyrtivörur fyrir eigin notkun.
„Ég fór fljótlega að átta mig á því hversu auðveldlega ég gat skilið þessar vörur og ég varð alveg heltekin af þeim. Í kjölfarið byrjaði ég svo að spjalla um húð- og snyrtivörur á Instagram og áður en ég vissi af því var ég búinn að byggja upp mikið fylgi á samfélagsmiðlum.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.