Starbucks opnar í fyrsta sinn á Íslandi í dag en nýja kaffihúsið staðsett á Laugavegi 66 í miðbæ Reykjavíkur. Í tilkynningu segir að næsta kaffihús verði svo opnað í miðborg Reykjavíkur á næstu vikum.
Fyrirtækið hefur ráðið 16 manna teymi til starfa á kaffihúsinu, sem samanstendur af framkvæmdastjóra, verslunarstjórum, vaktstjórum, stuðningsþjónustu og kaffibarþjónum.
„Það er mér sannur heiður og mikið ánægjuefni að fá að flytja Starbucks upplifunina til Íslands og loksins opna fyrsta kaffihúsið í hjarta Reykjavíkur. Kaffibarþjónarnir okkar hlakka til að deila þekkingu sinni og ástríðu fyrir kaffi með íslenskum viðskiptavinum á fyrsta kaffihúsi Starbucks hér á landi,“ segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi.
Starbucks segir að kaffihúsið hafi verið hannað með það að markmiði að skapa hlýlegt og hvetjandi andrúmsloft, eða svokallaðan þriðja stað milli heimilis og vinnu.