Seðlabankinn í Sviss hækkaði vexti um 50 punkta í vikunni og fara stýrivextir úr -0,75% í -0,25%. Er þetta fyrsta vaxtahækkunin í 15 ár. Í kjölfar ákvörðunarinnar hækkaði gengi svissneska frankans um 1,7% í viðskiptum. Gengið stendur nú í 1,02 gagnvart evrunni og hefur það ekki mælst sterkara í tvo mánuði. Financial Times greinir frá.
Verðbólga í Sviss mældist 2,9% í maí á ársgrundvelli og hefur ekki mælst hærri í 14 ár en hingað til hefur bankinn nýtt magnbundna íhlutun til að ná böndum á verðbólgu. Samkvæmt yfirlýsingu frá bankanum miðar ákvörðunin að því að koma í veg fyrir að verðbólgan endurspeglist í vöruverði. Þar að auki útilokar bankinn ekki frekari hækkanir í náinni framtíð.
Ákvörðunin kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Bandaríkjanna en þá eru jafnframt væntingar um að Evrópski Seðlabankinn muni hækka sína vexti í næsta mánuði.
Sjá einnig: Mest vaxtahækkunin frá 1994.