Borgarráð samþykkti í dag samkomulag við Reiti fasteignafélag, fyrir hönd Reita – þróunar og Reita atvinnuhúsnæðis, um fyrsta áfanga uppbyggingar á Kringlusvæðinu. Í tilkynningu segir einnig að félagsbústaðir fái kauprétt á hluta íbúðanna.

Samkvæmt hugmynd lóðarhafa er gert ráð fyrir að byggðar verði um 418 íbúðir auk atvinnuhúsnæðis á lóðunum. Þá sé um að ræða rúma 56 þúsund fermetra af íbúðafermetrum og rúmlega 11 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði.

Skipulag Kringlusvæðis byggist á hugmyndakeppni sem haldin var árið 2017 og hlaut tillaga Kanon arkitekta fyrstu verðlaun og var rammaskipulag samþykkt í júní 2018.

Reitir kynnti áformin um uppbyggingu svæðisins í maí í fyrra og var þá farið yfir aðdraganda deiliskipulagsgerðar og deiliskipulagslýsingar fyrir áfanga 1-3.

Lóðarhafar hafa þá jafnframt skuldbundið sig til verja 11,5 milljónum króna til listsköpunar í almenningsrýmum svæðisins og mun Reykjarvíkurborg leggja til sömu upphæð.

Fyrirhugað útlit almenningstorgs á Kringlureitnum. Teikning frá Henning Larsen og THG arkitektum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)