Smiðjan var fyrsta brugghúsið á Íslandi til að fá leyfi til að selja bjór á framleiðslustað. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var fyrsti til að kaupa bjór beint frá brugghúsi.
Frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila sölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt í lok þinghalds í júní síðastliðnum. Lögin tóku gildi 1. Júlí síðastliðinn en bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegnum sýslumenn töfðu málið.
Smiðjan brugghús var fyrst brugghúsa til að fá leyfi til að selja bjór beint af framleiðslustað og hófst sala á bjór frá brugghúsinu á hádegi í dag.