Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í innsetningaræðu sinni í gær að hann ætlaði að fylla olíubirgðir Bandaríkjanna „alveg upp í topp.“
Forveri hans í starfi, Joe Biden, seldi meira en 180 milljónir olíutunna úr varabirgðum landsins í sinni embættistíð til að reyna að halda olíuverði lágu eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Bandaríkin hafa keypt eitthvað af olíu aftur eftir að verð lækkaði að nýju og standa birgðirnar í um 384 milljón olíutunnum um þessar mundir.
The Wall Street Journalhefur reiknað út hvað það myndi kosta ríkisstjórn Donald Trump að kaupa olíu á opnum markaði til að ná birgðunum aftur upp.
Samkvæmt útreikningum viðskiptamiðilsins myndi það kosta 23 milljarða bandaríkjadali miðað við olíuverð í framvirkum samningum.
Bandaríska þingið þyrfti því að samþykkja kaupin en að sögn WSJ fer hljóð á mynd ekki saman þar sem stefna nýrrar ríkisstjórnar er að draga verulega úr fjárlagahalla ríkisins.