Starfs­menn Ís­lands­banka gáfu al­mennum fjár­festum rangar upp­lýsingar um lág­marks­upp­hæð til að taka þátt í út­boði Banka­sýslu ríkisins á 22,5% hlut ríkisins í Ís­lands­banka, sam­kvæmt sam­komu­lagi Ís­lands­banka og FME.

Ís­lands­banka átti að vera ljóst sem um­sjónar- og sölu­aðili í út­boðinu að bankinn átti að vera trúr skil­málum Banka­sýslunnar og einungis átti að beina út­boðinu til hæfra fjár­festa og að al­mennum fjár­festum stæði ekki til boða að taka þátt.

Gögn málsins sýna að þrátt fyrir þá vit­neskju beindi Ís­lands­banki út­boðinu að 99 al­mennum fjár­festum í and­stöðu við skýra skil­mála Banka­sýslunnar og sam­skipti Ís­lands­banka við Banka­sýsluna.

73 almennir fjárfestar tóku þátt

Við upp­haf út­boðs banka­sýslunnar sendu starfs­menn Ís­lands­banka tölvu­póst til hóps við­skipta­vina sem þeir töldu lík­lega til þátt­töku í út­boðinu. Af fyrir­liggjandi gögnum, sem fjár­mála­eftir­litið aflaði undir rekstri málsins, beindi Íslandsbanki út­boðinu til 99 al­mennra fjár­festa.

Þar af tóku 73 al­mennir fjár­festar þátt í út­boðinu, 58 við­skipta­vinir Eigna­stýringar Íslandsbanka auk 15 við­skipta­vina sem tóku þátt í gegnum Fyrir­tækja­ráð­gjöf eða Verð­bréfa­miðlun.

Fram hefur komið að Banka­sýslan, allt frá minnis­blaðinu dags. 20. janúar 2022, lagði upp með að út­boðinu yrði ein­göngu beint til hæfra fjár­festa og að engin lág­marks­fjár­hæð yrði sett fyrir þátt­töku í út­boðinu.

Hljóðrituð símtöl komu upp um starfsmenn

„Upp­lýsingar um sölu­að­ferðina sem beita átti í út­boðinu komu fram í á­kvörðun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 18. mars 2022 og til­kynningu Banka­sýslunnar sem birt var opin­ber­lega hinn 22. mars 2022 kl. 16:11. Þá bera sam­skipti máls­aðila við 75 Banka­sýsluna með sér að máls­aðili hafði allar upp­lýsingar um að skil­málar út­boðsins yrðu með þeim hætti,“ segir í samkomulaginu.

Þrátt fyrir framan­greint beindi Ís­lands­banki út­boðinu að 99 al­mennum fjár­festum og í níu til­fellum, þar sem hljóð­rituð sím­töl liggja fyrir, kemur fram í sím­tölum starfs­manna máls­aðila við al­menna fjár­festa að lág­marks­fjár­hæð í út­boðinu væri 20 milljónir króna.

„Þær full­yrðingar voru rangar,“ segir í sam­komu­lagi FME og Ís­lands­banka.

„Í ljósi þess að sím­tals­upp­tökur liggja ekki fyrir nema að litlu leyti hjá máls­aðila, er ekki hægt að segja til um í hve mörgum til­fellum starfs­menn máls­aðila veittu rangar upp­lýsingar um að krafa væri um lág­marks­fjár­hæð í út­boðinu,“ segir þar enn fremur.

„Með því að gera 99 al­mennum fjár­festum kleift að taka þátt í út­boðinu er það mat fjár­mála­eftir­litsins að máls­aðili, sem einn þriggja um­sjónar­aðila út­boðsins, hafi ekki gætt hags­muna Banka­sýslunnar af því að farið yrði að skil­málum út­boðsins. Þá ýtir það undir al­var­leika hátt­seminnar að máls­aðili fór ekki að skil­málum Banka­sýslunnar og að for­stöðu­maður hjá máls­aðila veitti við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar um skil­mála út­boðsins, en gera verður ríkar kröfur til þess að starfs­menn og stjórn­endur verð­bréfa­fyrir­tækja þekki vel þær vörur og þjónustu sem boðin er hverju sinni,“ segir í sam­komu­lagi FME og Ís­lands­banka.