Hagnaður heildsölunnar Garra nam 640 milljónum króna á síðasta ári og ríflega sjöfaldaðist frá fyrra ári.

Hagnaður heildsölunnar Garra nam 640 milljónum króna á síðasta ári og ríflega sjöfaldaðist frá fyrra ári.

Tekjur námu 5,6 milljörðum króna og jukust um 51% frá árinu áður. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins kemur þó fram að árið 2020 hafi verið erfitt ár í rekstri félagsins vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Veltuaukningin árið 2021 samanborið við árið 2019 sé um 19%. Breytinguna megi helst rekja til þess að ferðaiðnaður og veitingageiri tóku við sér eftir verulegt högg á árinu 2020 vegna faraldursins.

Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í lok síðasta árs, eigið fé 1,8 milljörðum króna og skuldir 765 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 70%. Ársverk voru 60 talsins í fyrra og námu tekjur á hvern starfsmann því 94 milljónum króna.

Magnús R. Jónsson á 75% hlut í félaginu og sonur hans Magnús R. Magnússon, framkvæmdastjóri félagsins, á eftirstandandi 25%.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.