Gaumur, fjárfestingarfélag fjölskyldunnar sem stofnaði Baug, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. RÚV greindi frá þessu . Stærsta eign Gaums var 75 prósenta hlutur í Baugi, en í allri samstæðunni var fjöldi félaga.
Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar var lengst af framkvæmdastjóri félagsins en hún þurfti að láta af störfum eftir að hún var dæmd fyrir skattalagabrot fyrr á árinu. Enginn framkvæmdastjóri hefur verið skráður í félaginu síðan.
Um fjögur og hálft ár leið frá því Baugur varð gjaldþrota þar til Gaumur fór í þrot. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV átti Gaumur frá hruni í samningaviðræðum við lánastofnanir sem virðast ekki hafa gengið upp.