Það getur verið snúið að finna réttu jólagjöfina fyrir starfsfólkið þitt, eitthvað sem öll hljóta gjóðs af og geta notið. Val um upplifanir hafa verið vinsælar gjafir undanfarið en hvernig væri að gefa upplifun sem nýtist alla daga, allt árið um kring?
Upplifun á gæða hljóði úr heyrnatólum og hátölurum eða að geta notið dagsins og náð einbeitingu án truflunar umhverfishljóða með frábærri tækni hljóðdempunar (Noise Cancelling) er gjöf í hörðum pakka sem heldur áfram að gefa.
„Í verslun Origo má finna gott úrval og nýjustu tækni frá vörumerkjum eins og Bose, Lenovo, Apple, Sony og Canon. Origo leggur áherslu á að selja endingargóðan búnað sem nýtist til framtíðar, okkur er umhugað um umhverfið og eru margar vörur kolefnisjafnaðar frá framleiðendum vörumerkjanna. Við erum með skýr sjálfbærnismarkmið á hverju ári, þar á meðal að gefa gömlum tækjum aukalíf og þannig geta fyrirtæki og einstaklingar valið umhverfisvænni kosti við val á jólagjöfum,“ segir Geir Ulrich Skaftason, verslunarstjóri Origo.
Gefðu gamla tækinu aukalíf
Þú getur komið til okkar með gömul tæki óháð framleiðanda og jafnvel fengið inneign í verslun Origo í staðinn. Við sjáum síðan um að endurnýja, endurvinna eða farga gamla tækinu á umhverfisvænan hátt. Hægt er að reikna út verðgildi gamalla tækja á sjálfbærnissíðu Origo.
Vinsælar fyrirtækjagjafir
Við höfum tekið saman vinsælar fyrirtækja jólagjafir sem veita upplifun alla daga og geta nýst vel til framtíðar.
- Bose QC Ultra Headphones
- Bose SoundLink Flex Bluetooth hátalari
- AudioTechnica plötuspilari LPW30 með Teak viðaráferð
- Sony Bluetooth heyrnartól WHCH720 Noise Cancel
- Apple Airpods Pro (2nd Generation) þráðlaus heyrnartól
- Bose SoundLink Micro Bluetooth hátalari
- Apple iPad 10,2" spjaldtölva 64GB
- Bose SoundLink Revolve Plus II Bluetooth hátalari
„Við í verslun Origo erum búin að fá margar nýjar spennandi vörur upp á síðkastið sem eru framúrskarandi í hljóðgæði og hljóðvist, tali og hljóðdempun, þægindi og hönnun. Þar má nefna nýju heyrartólin frá Bose - QC Ultra Headphones sem eru með byltingarkenndri hljóðdempun, óviðjafnanlegum þægindum og hlaðin nýrri tækni.
Þetta eru heyrnartól sem heilla alla upp úr skónum! Hljóðdempunin veitir svo mikla hvíld frá hávaðnum í kringum mann og nýja Spatial Audio tæknin veitir upplifun á hljóði sem ég hef aldrei heyrt áður. Til viðbótar er hljóðið líka með eindæmum vandað. Þarna ertu með vöru sem hentar vel í einkalífinu og á vinnustaðnum og er því tilvalin jólagjöf,“ segir Óskar Páll, vörustjóri Bose á Íslandi.
„Bluetooth hátalarar eru einnig gríðarlega vinsæl gjöf sem hentar öllum og hittir alltaf í mark. Þar eigum við frábært úrval í öllum verðflokkum. Bose Soundlink Flex hátalarinn er til dæmis með mjög vinsæll, enda frábær, kraftmikil og nett græja!“