General Mills hefur samþykkt að selja jógúrtfyrirtæki sitt í Norður-Ameríku til frönsku mjólkurfyrirtækjanna Lactalis og Sodiaal fyrir 2,1 milljarð dala. Fyrirtækin voru með höfuðstöðvar í Tennessee, Michigan og Québec.

Samkvæmt WSJ er búist við að kaupin muni fara í gegn á næsta ári og segir að General Mills muni veita frekari upplýsingar um hugsanleg fjárhagsleg áhrif í næsta uppgjöri.

General Mills hefur samþykkt að selja jógúrtfyrirtæki sitt í Norður-Ameríku til frönsku mjólkurfyrirtækjanna Lactalis og Sodiaal fyrir 2,1 milljarð dala. Fyrirtækin voru með höfuðstöðvar í Tennessee, Michigan og Québec.

Samkvæmt WSJ er búist við að kaupin muni fara í gegn á næsta ári og segir að General Mills muni veita frekari upplýsingar um hugsanleg fjárhagsleg áhrif í næsta uppgjöri.

„Með því að stýra eignasafni okkar á skilvirkan hátt og skerpa áherslur okkar á alþjóðlegum vettvangi verðum við í betri stöðu til að knýja fram ávöxtun hluthafa í efsta flokki þegar til lengri tíma er litið,“ segir Jeff Harmening, framkvæmdastjóri General Mills.

Morgunkornaframleiðandinn, sem er með höfuðstöðvar í Minneapolis, framleiðir meðal annars Lucky Charms og Bisquick-pönnukökuduft en mun ekki koma til með að framleiða hinar sívinsælu jógúrttegundir Yoplait og Go-Gurt.