Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í þriggja milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Fjórtán félög aðalmarkaðarins hækkuðu og níu lækkuðu í viðskiptum dagsins. Mesta veltan var með hlutabréf Kviku banka, eða 777 milljónir króna, sem hækkuðu um 0,6% í dag.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í þriggja milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Fjórtán félög aðalmarkaðarins hækkuðu og níu lækkuðu í viðskiptum dagsins. Mesta veltan var með hlutabréf Kviku banka, eða 777 milljónir króna, sem hækkuðu um 0,6% í dag.
Sýn mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,4% í yfir hundrað milljóna króna veltu og stendur gengi félagsins nú í 30,6 krónum á hlut. Gengi hlutabréfa Sýnar hafði lækkað talsvert síðustu daga eftir birtingu uppgjörs fyrir annan fjórðung og náði gengið sínu lægsta stigi frá því í október 2020 við lokun Kauphallarinnar í gær.
Hagar hækkuðu næst mest eða um 2,5% í 220 milljóna veltu. Gengi hlutabréfa Haga stendur nú í 81,5 krónu á hlut og er 5% hærra en í upphafi árs.
Alvotech lækkaði næst mest af félögum Kauphallarinnar eða um 1,8% í 120 milljóna veltu. Eftir að hækkað um tæplega 20% um miðjan ágústmánuð, og farið úr 1.485 krónum í 1.780 á innan við viku, þá hefur gengi líftæknifyrirtækisins mjakast niður síðustu tvær vikurnar og stendur nú í 1.591 krónu á hlut.