Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hefur hækkað um tæp 42% síðast­liðna tvo mánuði en gengið stendur nú í 1.700 krónum eftir 7% hækkun í byrjun árs.

Um 120 milljón króna velta hefur verið með bréf fé­lagsins í dag en hluta­bréf líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins náðu vopnum sínum undir lok árs eftir að hafa gengið brösug­lega framan af.

Dagslokaengi félagsins stóð í 1250 krónum í byrjun nóvember í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hefur hækkað um tæp 42% síðast­liðna tvo mánuði en gengið stendur nú í 1.700 krónum eftir 7% hækkun í byrjun árs.

Um 120 milljón króna velta hefur verið með bréf fé­lagsins í dag en hluta­bréf líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins náðu vopnum sínum undir lok árs eftir að hafa gengið brösug­lega framan af.

Dagslokaengi félagsins stóð í 1250 krónum í byrjun nóvember í fyrra.

Von á niðurstöðu frá FDA

Í lok septem­ber stað­festi Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) að um­sókn Al­vot­ech um markaðs­leyfi fyrir AVT02, líf­tækni­lyfja­hlið­stæða í háum styrk með út­skipti­leika við Humira, væri tekin til af­greiðslu.

Frestur eftir­litsins til að komast að niður­stöðu um markaðs­leyfið er miðaður við 24. febrúar næst­komandi.

Lyfja­eftir­litið hafði tví­vegis synjað um­sókn fyrir­tækisins um markaðs­leyfi og þurfti fé­lagið að sækja sér aukið fjár­magn til að standa straum af rekstri.

Í kjöl­far á­kvörðunar FDA í sumar seldi fjár­festinga­fé­lagið Aztiq, aðal­eig­andi Al­vot­ech, tæp­lega tuttugu prósenta eignar­hlut í sam­heita­lyfja­fyrir­tækinu Lotus. Nokkrum vikum síðar sölu­tryggði Aztiq, sem er að stærstum hluta í eigu Róberts Wess­man, 13 milljarða króna út­boð til hæfra fjár­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti.

Al­vot­ech jók einnig sam­starf sitt við Teva Pharmaceuti­cals, banda­rískt dóttur­fé­lag Teva Pharmaceuti­cal Industries Ltd. en hlut­verk Teva í sam­starfinu væri meðal annars að að­stoða við væntan­lega út­tekt FDA á fram­leiðslu­að­stöðu Al­vot­ech.

Sam­kvæmt til­kynningu Al­vot­ech þann 20. septem­ber lítur FDA á málið með þeim hætti að um­sókn Al­vot­ech veiti full­nægjandi svör við öllum at­huga­semdum stofnunarinnar í kjöl­far út­tektar á fram­leiðslu­að­stöðu Al­vot­ech í mars sl., með til­liti til þeirra við­bótar­upp­lýsinga sem Al­vot­ech lagði fram með um­sóknar­gögnunum.