Hluta­bréfa­verð líftækni­lyfjafélagsins Al­vot­ech hækkaði um tæp 10% í um 1,1 milljarða króna við­skiptum í dag. Gengi Al­vot­ech hefur nú hækkað um 25,5% frá því að félagið skilaði árs­hluta­upp­gjöri eftir lokun markaða á mið­viku­daginn.

Sam­hliða færði Al­vot­ech af­komu­spá sína fyrir yfir­standandi ár upp og til­kynnti um að stefnt væri að skráningu á Nas­daq-markaðinn í Svíþjóð þann 19. maí næst­komandi.

Hluta­bréf í JBT Marel hækkuðu um rúm 4% í við­skiptum dagsins. Dagsloka­gengi félagsins var 14.500 krónur, sem nemur um 21% hækkun síðastliðinn mánuð.

Hluta­bréfa­verð Ocu­lis hækkaði um 2,5% í við­skiptum dagsins en félagið birti árs­hluta­upp­gjör í gærkvöldi.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 2.470 krónur á hlut. Gengi félagsins hefur hækkað um rúm 19% síðastliðinn mánuð.

Úr­valsísi­talan OMXI15 hækkaði um 2% í við­skiptum dagsins. Vísi­talan hefur hækkað um rúm 8% síðastliðinn mánuð en lækkað um rúm 11% það sem af er ári.

Heildar­velta á markaði var 3,3 milljarðar.