Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um rúm 6% í um 771 milljón króna veltu í dag en líf­tækni­lyfja­fyrir­tækið birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í Banda­ríkjunum í kvöld.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.605 krónur. Fé­lagið greindi frá því í morgun að Lyfja­stofnun Evrópu hefði sam­þykkt að taka til um­sagnar um­sókn um markaðs­leyfi fyrir ATV06, fyrir­hugaðri líf­tækni­hlið­stæðu Al­vot­ech við Eyla (afli­bercept).

Í til­kynningu frá Al­vot­ech segir að markaðs­leyfi í Evrópu gæti verið veitt á þriðja árs­fjórðungi 2025.

Hluta­bréfa­verð Síldar­vinnslunnar hækkaði einnig um 6% í við­skiptum dagsins.

Gengi fjár­festingar­fé­lagsins Skeljar hækkaði um tæp 5% en von er á árs­hluta­upp­gjöri sam­stæðunnar eftir lokun markaða í dag.

Gengi Amaroq hækkaði um 4% í við­skiptum dagsins en gengi málm­leitar­fé­lagsins hefur nú hækkað um tæp 7% síðustu tvo við­skipta­daga.

Í árs­hluta­upp­gjöri málm­leitar­fé­lagsins í gær sagði Eldur Ólafs­son, stofnandi og for­stjóri, að fé­lagið muni að öllu ó­breyttu ná að hefja gull­fram­leiðslu fyrir árs­lok.

Hluta­bréfa­verð Hamp­iðjunnar og Icelandair hækkaði um 3% í við­skiptum dagsins á meðan Play leiddi lækkanir er gengi flug­fé­lagsins fór niður um 2%.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 1,8% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta á markaði 4,5 milljarðar.