Gengi Alvotech hefur hækkað um 14,82% það sem af er degi með 123 milljóna króna veltu. Hlutabréfaverð félagsins er nú 1.100 krónur á hvern hlut.
Hlutabréf Alvotech lækkuðu í gær um 6,08% við lokun markaðar og nam velta félagsins 247 milljónir króna. Lækkunin kom í kjölfar þess að bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) ákvað að afgreiða ekki umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir lyfjatæknihliðstæðu Humira.
Gengi félagsins hafði þá ekki verið lægra síðan 6. desember 2022 þegar það stóð í 956 krónum á hvern hlut.