Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði annan daginn í röð sem þýðir að þrátt fyrir miklar hækkanir á mánu­daginn hefur gengi fé­lagsins lækkað um rúmt 1% síðustu fimm við­skipta­daga.

Gengi fé­lagsins hefur nú lækkað um 11% síðustu tvo við­skipta­daga og var dagsloka­gengið 2.190 krónur. Gengið hefur þó hækkað um 38% það sem af er ári en er einungis 8% hærra en fyrir ári síðan.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði annan daginn í röð sem þýðir að þrátt fyrir miklar hækkanir á mánu­daginn hefur gengi fé­lagsins lækkað um rúmt 1% síðustu fimm við­skipta­daga.

Gengi fé­lagsins hefur nú lækkað um 11% síðustu tvo við­skipta­daga og var dagsloka­gengið 2.190 krónur. Gengið hefur þó hækkað um 38% það sem af er ári en er einungis 8% hærra en fyrir ári síðan.

Hluta­bréf í Eim­skip leiddu hækkanir í Kaup­höllinni í dag fór gengið upp um tæp 3% í 250 milljón króna veltu en gengi Eim­skip hefur verið á mikilli niður­leið síðustu daga. Sam­kvæmt árs­upp­gjöri dróst hagnaður fé­lagsins saman um 36% á milli ára en tölu­verðar á­skoranir eru fram undan í skipa­flutningum.

Hluta­bréfa­verð Icelandair tók einnig lítil­lega við sér eftir miklar lækkanir síðustu mánuði en gengi fé­lagsins hækkaði um 2% eftir um 20% lækkun síðast­liðinn mánuð. Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 1,18 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 0,6% og var heildar­velta á markaði 5,4 milljarðar.