Hlutabréfaverð Alvotech hefur hækkað um 8% í meira en hálf milljarðs króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.
Gengi líftæknifyrirtækisins stendur í 1.285 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð og hefur nú hækkað um meira en 23% frá því að félagið birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung sem umfram væntingar fjárfesta. Gengi félagsins var síðast hærra í byrjun apríl.
Samhliða færði Alvotech afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár og tilkynnti um að stefnt væri að því að skráningu á Nasdaq markaðinn í Svíþjóð þann 19. maí næstkomandi.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,4% frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi JBT Marels hefur einnig hækkað um 5% í morgun en þess má þó geta að velta með bréf félagsins nemur aðeins um 2 milljónum króna það sem af er degi.
Hlutabréfaverð augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis hefur hækkað um 2,5% í fyrstu viðskiptum í dag. Félagið birti uppgjör í gærkvöldi, sem Viðskiptablaðið fjallaði um.