Hlutabréfaverð Amaroq hækkaði um rúm 5% í tæplega 200 milljón króna viðskiptum í dag. Hlutabréfaverð málmleitarfélagsins hefur nú hækkað um 9% síðustu þrjá viðskiptadaga.
Dagslokagengi Amaroq var 126,5 krónur þann 13. júní þegar félagið hélt fjárfestadag í höfuðstöðvum Landsbankans. Frá fjárfestidegi og fram að síðastliðnum fimmtudegi lækkaði gengið um 21% en dagslokagengi fimmtudagsins
Sem fyrr segir hefur gengið hækkað um 9% síðan þá. Í uppgjöri annars ársfjórðungs sagði Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, að félagið muni að öllu óbreyttu byrja að framleiða gull fyrir árslok.
Samkvæmt uppgjörinu starfa 96 manns við Nalunaq-námu félagsins í Grænlandi á hverjum degi og er framkvæmdum á svæðinu að mestu lokið.
Hlutabréfaverð Skaga hækkaði um rúm 3% í viðskiptum dagsins. Gengi Skaga hefur hækkað um 7,5% í septembermánuði og var dagslokagengið 15,8 krónur.
Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði einnig í viðskiptum dagsins. Dagslokagengið var 1.520 krónur eftir um 2% hækkun. Gengi Alvotech hefur lækkað um tæp 15% síðastliðinn mánuð.
Úrvalsvísitalan hækkaði fjórða daginn í röð og fór upp um 0,26% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði var 3,1 milljarður.