Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% í 2,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Fjórtán félög hækkuðu og átta lækkuðu í viðskiptum dagsins.

Hlutabréf fjögurra hækkuðu um meira en eitt prósent í viðskiptum dagsins. Hlutabréfaverð Marels hækkaði mest eða um 2,1% í 300 milljóna veltu og stendur nú í 490 krónum. Auk þess hækkaði gengi hlutabréfa Skaga, Festi og Reita um meira en eitt prósent.

Þrjú félög lækkuðu um meira en eitt prósent; Ölgerðin, Oculis og Amaroq Minerals.

Hlutabréfaverð málmleitarfélagsins Amaroq féll um 2,9% í 8 milljóna króna veltu og stendur nú í 100 krónum á hlut og er um 16,7% lægra en í upphafi árs. Gengi félagsins hækkaði úr ríflega 100 krónum á hlut í 110 krónur á seinni hluta ágústmánaðar en er sem fyrr segir aftur komið niður í 100 krónur.