Hluta­bréf Amaroq Minerals féllu um rúm­lega 41% í fyrstu við­skiptum á kana­díska hluta­bréfa­markaðnum TSX Venture Exchange í dag.

Markaðurinn opnaði klukkan 13:30 að ís­lenskum tíma, og fór hluta­bréfa­verðið strax niður í 1,70 kana­da­dali.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í dag voru við­skipti með bréf félagsins stöðvuð síð­degis eftir miklar og skyndi­legar sveiflur í verði.

Kana­díska fjár­festingar­eftir­litið CIRO fram­kvæmdi stöðvunina klukkan 13:37 að staðartíma, á meðan stofnunin óskaði eftir frekari upp­lýsingum frá félaginu sjálfu.

Áður en stöðvun átti sér stað hafði hluta­bréfa­verð Amaroq nær tvöfaldast á nokkrum mínútum, úr 1,47 dölum í 2,90 dali.

Um var að ræða hæsta skráða verð í sögu félagsins og jafn­gildir sú hækkun 97% aukningu frá loka­verði dagsins áður.

Sam­kvæmt gögnum frá MarketWatch virðist hækkunin ekki hafa verið af­leiðing stöðugra við­skipta yfir daginn, heldur má rekja hana til ein­stakra stór­við­skipta sem hrundu af stað keðju­verkun á markaðnum.

Viðsnúningurinn sem fylgdi í kjölfarið hefur nú leitt til veru­legrar verðlækkunar, og gengi Amaroq stendur nú í 1,70 dölum, sem þurrkar út nær alla hækkunina frá deginum áður.