Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq Minerals hefur lækkað um 21% síðast­liðna tvo mánuði eða síðan fé­lagið hélt fjár­festa­dag í höfuð­stöðvum Lands­bankans 13. júní síðast­liðinn.

Gengi fé­lagsins hreyfðist lítið í við­skiptum dagsins en hefur lækkað um tæp 8% síðast­liðinn mánuð. Gengi Amaroq, sem fór á aðal­markað í fyrra, hefur þó hækkað um 25% síðast­liðið ár þrátt fyrir lækkanir síðustu mánaða.

Hluta­bréfa­verð fé­lagsins hækkaði um rúm 25% á fyrstu þremur mánuðum ársins og náði há­marki í 150,5 krónum á hlut þann 7. mars. Gengið hefur síðan þá lækkað um tæp 34% en dagsloka­gengið var 99,8 krónur í dag.

Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq Minerals hefur lækkað um 21% síðast­liðna tvo mánuði eða síðan fé­lagið hélt fjár­festa­dag í höfuð­stöðvum Lands­bankans 13. júní síðast­liðinn.

Gengi fé­lagsins hreyfðist lítið í við­skiptum dagsins en hefur lækkað um tæp 8% síðast­liðinn mánuð. Gengi Amaroq, sem fór á aðal­markað í fyrra, hefur þó hækkað um 25% síðast­liðið ár þrátt fyrir lækkanir síðustu mánaða.

Hluta­bréfa­verð fé­lagsins hækkaði um rúm 25% á fyrstu þremur mánuðum ársins og náði há­marki í 150,5 krónum á hlut þann 7. mars. Gengið hefur síðan þá lækkað um tæp 34% en dagsloka­gengið var 99,8 krónur í dag.

Gengi Kviku lækkar í aðdraganda uppgjörs

Von er á árs­hluta­upp­gjöri annars árs­fjórðungs frá Amaroq fyrir opnun markaða á morgun.

Hamp­iðjan leiddi hækkanir í markaði í dag er gengi fé­lagsins fór upp um tæp 2% í 155 milljón króna við­skiptum.

Mesta veltan var með bréf Arion banka en gengi bankans hreyfðist lítið í hálfs milljarðs við­skiptum. Velta með bréf Kviku banka nam 427 milljónum er gengi bankans féll um 1,5%.

Kvika, líkt og Amaroq, birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða á morgun. Dagsloka­gengi bankans var 15,05 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,13% og var heildar­velta á markaði 2,4 milljarðar.