Hluta­bréfa­verð Amaroq Minerals hækkaði um tæp 3% í við­skiptum dagsins en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör annars árs­fjórðungs fyrir opnun markaða í morgun.

Líkt og Við­skipta­blaðið fjallaði um í gær hafði gengi fé­lagsins fyrir viðskipti dagsins verið á stöðugri niðurleið og lækkað um 21% síðastliðna tvo mánuði.

Í upp­gjöri málm­leitar­fé­lagsins sagði Eldur Ólafs­son, stofnandi og for­stjóri, að fé­lagið muni að öllu ó­breyttu ná að hefja gull­fram­leiðslu fyrir árs­lok.

Sam­komu­lag fé­lagsins við Lands­bankann í júlí hefði einnig tryggt fé­laginu aukið að­gengi að láns­fé á hag­stæðum kjörum sem styrkir lausa­fjár­stöðu fé­lagsins.

Hluta­bréfa­verð fast­eigna­fé­lagsins Heima hækkaði um 2% í 634 milljóna króna veltu. Gengi fé­lagsins hefur nú hækkað um 3% í mánuðinum og rúm 5% á árinu.

Mesta veltan var með hluta­bréf Marels er gengi fé­lagsins fór niður um rúmt 1% í um 643 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 483 krónur.

Heildar­velta í Kaup­höllinni nam 4 milljörðum króna og fór úr­vals­vísi­talan upp um 0,42%.