Þýska skófyrirtækið Birkenstock hefur verið að fjárfesta í fleiri verslunum og aukna framleiðslu þrátt fyrir breyttu landslagi í tískuheiminum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að sala muni aukast um tæp 15% á þessu ári eftir að hafa séð 20% hækkun í fyrra.
Spáin hefur hins vegar ekki náð að laða til sín fjárfesta og hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað þrátt fyrir 1,5 milljarða evra sölu á síðasta ári.
Hlutabréf Birkenstock hafa nú lækkað um 8% síðan spáin var birt en þrátt fyrir aukna sölu í fyrra þá dróst hagnaður fyrirtækisins saman og ekki er útlit fyrir að 2024 verði eitthvað öðruvísi. Birkenstock hefur einnig áhyggjur af því að neysluvenjur viðskiptavina, sérstaklega í löndum eins og Bandaríkjunum, geti haldið áfram í ljósi efnahagslegra aðstæðna.
Oliver Reichert, forstjóri Birkenstock, segist hins vegar ekki hræddur við fjárhagslega óvissu en hefur ekki séð að eftirspurn hafi minnkað neitt verulega. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að bera saman Birkenstock við önnur fyrirtæki. Við erum hvorki lúxus né tíska né skófatnaður.“
Fyrirtækið spáir um 17-18% söluaukningu fyrir árið 2024 og bætir Reichert við að hann vilji ganga úr skugga um að Birkenstock sé réttum megin við söluárið.