Hlutabréf Delta Air Lines hafa hækkað um 12% frá opnun markaða vestanhafs í dag.

Flugfélagið hagnaðist um 2,13 milljarða dala á öðrum ársfjórðungi, sem er 63% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn yfir spám greinenda.

Flugfélagið gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut á þriðja ársfjórðungi verði á bilinu 1,25-1,75 dalir, en miðgengi hjá greinendum var í 1,31 dalur, að því er segir í umfjöllun WSJ.

Delta áréttaði talsverð óvissa ríki um rekstrarniðurstöðu fyrir árið í heild sinni, m.a. vegna áhrifa tollastefnu stjórnvalda.