Hlutabréfaverð bandarísku raftækjaverslunarkeðjunnar Gamestop rauk upp við opnun hlutabréfamarkaðarins vestanhafs í dag. Erlendir fjölmiðlar rekja hækkunina til endurkomu áhrifavaldsins Keith Gill, sem er einnig þekktur sem „Roaring Kitty“, á samfélagsmiðla.

Gengi bréfanna fór hæst upp í 36,7 dali á hlut skömmu eftir opnun markaða og var þá meira en tvöfalt hærra en 17,46 dala dagslokaverð GameStop á föstudaginn. Gengi félagsins stendur í 28 dölum þegar fréttin er skrifuð og er um 60% hærra en við lokun markaða á föstudaginn.

Hlutabréfaverð bandarísku raftækjaverslunarkeðjunnar Gamestop rauk upp við opnun hlutabréfamarkaðarins vestanhafs í dag. Erlendir fjölmiðlar rekja hækkunina til endurkomu áhrifavaldsins Keith Gill, sem er einnig þekktur sem „Roaring Kitty“, á samfélagsmiðla.

Gengi bréfanna fór hæst upp í 36,7 dali á hlut skömmu eftir opnun markaða og var þá meira en tvöfalt hærra en 17,46 dala dagslokaverð GameStop á föstudaginn. Gengi félagsins stendur í 28 dölum þegar fréttin er skrifuð og er um 60% hærra en við lokun markaða á föstudaginn.

Hlutabréf GameStop voru hvað þekktust af hinum svokölluðu „jarm hlutabréfum“ (e. meme stocks) eftir að gengi bréfanna rauk upp úr öllu valdi árið 2021 nær eingöngu vegna áhuga dagkaupmanna.

Segja má að Keith Gill hafi verið andlit þessa kaupæðis í kringum hlutabréf GameStop en efni og myndbönd sem hann deildi á samfélagsmiðlum fékk gífurlegt áhorf. Þar vakti hann athygli á stórum skortstöðum vogunarsjóða á hlutabréfum GameStop og spáði því réttilega að hækkun á hlutabréfaverði félagsins myndi leiða til þess að sjóðirnir yrðu að kaupa hlutabréf í GameStop til að loka skorstöðum sínum til að koma í veg fyrir enn meira tap.

Gill deildi í gærkvöldi mynd af manni að halla sér fram í stóli en GameStop hafði birt sömu mynd á sínum samfélagsmiðlum í febrúar síðastliðnum. Þetta var fyrsta færsla Gill á X, áður Twitter, frá því í júní 2021.

Í umfjöllun Financial Times kemur fram að um 29% af hlutabréfum GameStop séu í láni samkvæmt gögnum S&P Global, en það er einn mælikvarði á umfang skortstöðu með hlutabréf tiltekins félags.