Hluta­bréfa­verð Heima hefur hækkað um 11% síðast­liðinn mánuð en gengi fast­eigna­fé­lagsins fór upp um 2% í um 700 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi Heima var 24,7 krónur og hefur það ekki verið hærra síðan um miðjan mars­mánuð.

Rúmur mánuður er síðan Heimar, áður Reginn, dró yfir­töku­til­boð sitt í Eik til baka en Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son for­stjóri Heima sagði í kjöl­farið í til­kynningu að fé­lagið myndi fara aðrar leiðir að sama marki.

Hluta­bréfa­verð Heima hefur hækkað um 11% síðast­liðinn mánuð en gengi fast­eigna­fé­lagsins fór upp um 2% í um 700 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi Heima var 24,7 krónur og hefur það ekki verið hærra síðan um miðjan mars­mánuð.

Rúmur mánuður er síðan Heimar, áður Reginn, dró yfir­töku­til­boð sitt í Eik til baka en Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son for­stjóri Heima sagði í kjöl­farið í til­kynningu að fé­lagið myndi fara aðrar leiðir að sama marki.

Hall­dór sagði fé­lagið væri að byggja upp lang­tíma­stefnu sem myndi fela í sér að selja eignir og endur­fjár­festa í fast­eignum innan skil­greindra kjarna, einkum í ný­byggingum.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips hækkaði einnig um 2% í við­skiptum dagsins en gengi gáma­flutninga­fé­lagsins hefur hækkað um rúm 7% síðast­liðinn mánuð.

Gengi Eim­skips hefur lækkað um 24% á árinu en lág gáma­flutnings­verð hafa meðal annars haft nei­kvæð á­hrif á af­komuna í ár.

Ef marka má af­komu­spá danska gáma­flutningarisans Maersk er þó byrjað að birta til í gáma­flutningum í Norður-At­lants­hafi.

Hluta­bréf í Sýn lækkuðu mest í við­skiptum dagsins er gengi fé­lagsins fór niður um rúm 2% í lítilli veltu. Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur nú lækkað um 28% og var dagsloka­gengið 34,2 krónur en gengið hefur ekki verið lægra í tæp fjögur ár.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,11%. Heildar­velta á markaði var 5,1 milljarður.