Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um meira en 8% í yfir hálfs milljarðs króna veltu í morgun. Gengi hlutabréfa flugfélagsins stendur í 1,12 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð og er um 28% hærra en í upphafi mánaðarins.

Þess má geta að 113 milljóna króna viðskipti fóru í gegn á genginu 1,13 krónur á hlut kl. 10:23 í dag.

Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um meira en 8% í yfir hálfs milljarðs króna veltu í morgun. Gengi hlutabréfa flugfélagsins stendur í 1,12 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð og er um 28% hærra en í upphafi mánaðarins.

Þess má geta að 113 milljóna króna viðskipti fóru í gegn á genginu 1,13 krónur á hlut kl. 10:23 í dag.

Hlutabréfaverð Play hefur einnig hækkað um 7,9% í tíu viðskiptum sem hljóða þó aðeins upp á 3 milljónir króna. Gengi Play stendur nú í 1,91 krónu á hlut og er um 5,5% hærra en í byrjun september.

Auk flugfélaganna þá hefur hlutabréfaverð Amaroq Minerals hækkað um 6,9% í 275 milljóna króna viðskiptum og stendur nú í 124,5 krónum á hlut. Til samanburðar stóð gengi félagsins í 100 krónum á hlut fyrir tveimur vikum.